FRÆÐSLA
Á trúnó
Náið og persónulegra samtal um mína eigin reynslu og líf á léttari nótum. Þar fer ég yfir hvernig það var að koma út úr skápnum í samfélagi sem vissi nánast ekkert, og hvert ég er komin í dag. Hentar vel fyrir samtök, fyrirtæki eða hópa sem hafa áhuga á fyrirlestrum sem veita innblástur og eru með meira grípandi frásögn.
Trans fólk í nútíma samfélagi
Fyrirlestur sem fjallar um trans fólk á Íslandi og í nútíma samfélagi. Hér er fjallað um stöðu trans fólks í samfélaginu, orðræðu, tungumál, og áskoranir sem trans fólk stendur frammi fyrir. Fyrirlesturinn veitir góða yfirsýn og rými til umræða.
Trans femínismi
Oft er talað um trans málefni í tengslum við réttindi kvenna og femínisma — og í þessum fyrirlestri er kafað dýpra þar, sameiginlegir fletir skoðaðir og hvernig barátta trans fólks, kvenna og femínisma almennt eiga samleið saman og eru í raun hluti af sömu baráttunni — og hvernig stefnur sem útiloka trans fólk innan femínisma eru á villigötum.
HVAÐ ER MÁLIÐ?
Flest okkar hafa séð umræður í um trans fólk á hinum ýmsu miðlum— þar sem rætt er um klósett, sund, kvennarými, íþróttir, fangelsi, lög um kynrænt sjálfræði, og heilbrigðisþjónustu fyrir ungmenni og fullorðna o.s.frv.
En hvað er eiginlega málið? Hér er farið yfir helstu þætti og þessar mýtur og álitamál skoðuð til hlítar.
saga og menning
Sértækari fræðsla sem fjallar sérstaklega um sögu trans fólks á Íslandi, birtingarmyndir trans fólks í afþreyingarefni í fortíð, nútíð og framtíð, og lagalega og félagslega stöðu trans fólks á Íslandi.
Sérsniðin fræðsla fyrir þig
Passar ekkert af þessu beint við það sem þú ert að leita að? Vantar þig meira sértæka fræðslu um eitthvað tiltekið málefni, eins og t.d. heilbrigðisþjónustu, íþróttamál, geðheilsu, eða ungmennamál?
Ekkert mál! Hægt er að sérsníða fræðslu fyrir þig eftir þínum þörfum með frekara samtali og útfærslu í samráði við mig.