Hæ, ég er Ugla.
Ég er kynjafræðingur og sérfræðingur í málefnum hinsegin fólks.
Ég hef yfir 15 ára reynslu af fræðslustarfsemi og ráðgjöf um hinsegin málefni, og útskrifaðist með MA í kynjafræði frá Háskóla Íslands vorið 2017.
Ég hef lengi verið ein af talsmanneskjum fyrir réttindum trans fólks hér á landi um yfir áratuga skeið og hef komið að stórum sigrum í réttindabaráttu okkar, eins og t.d. lögum um kynrænt sjálfræði.
Ég hef einnig starfað með félagasamtökum og stofnunum á borð við Samtökin ‘78, Trans Ísland, Stígamótum, Kvenréttindafélagi Íslands, Háskóla Íslands, Reykjavíkurborg, ILGA-Europe og Transgender Europe.