Fræðsla og ráðgjöf hjá Uglu

Faglegir, aðgengilegir og persónulegir fyrirlestrar, fræðsla og ráðgjöf um trans málefni

ÞAÐ SEM ÉG BÝÐ UPP Á

  • Fyrirlestra, fræðslu eða spjall fyrir fyrirtæki, vinnustaði, félagasamtök, stofnanir, nemendahópa, bókaklúbba, leikhópa o.fl.

  • Fyrirlestra á ráðstefnum, viðburðum eða hátíðarhöldum

  • Ráðgjöf varðandi vinnustaðastefnur, yfirlestur á handritum eða við einstök mál

  • Opið spjall, þátttöku í verkefnum eða einfaldlega bara að veita ráð

Ég tek að mér að veita bæði fyrirlestra og ráðgjöf um trans málefni sem hægt er að sníða að þínum þörfum - hvort sem um er að ræða á faglegu eða persónulegum nótum.

Ég bý yfir meira en 15 ára reynslu og sérfræðiþekkingu á trans málefnum og hinsegin málefnum almennt, og hef haldið fyrirlestra, farið í viðtöl, skipulagt ráðstefnur, tekið þátt í ótal verkefnum og átt frumkvæði að gerð laga um kynrænt sjálfræði.

Þess fyrir utan er ég með meistaragráðu í kynjafræði og hef starfað með samtökum og stofnunum á borð við Samtökin ‘78, Trans Ísland, Stígamótum, Kvenréttindafélagi Íslands, ILGA-Europe, Háskóla Íslands og Reykjavíkurborg.